Frumvarp nefndar ríkisstjórnarinnar um grið skattsvikara er ólíkt reglum, sem gilda í Evrópu, til dæmis Þýzkalandi. Þar fá bófarnir því aðeins grið, að þeir gefi upp skattsvikin, áður en kerfið fer að gramsa í listum úr skattaskjólum. En samkvæmt frumvarpinu fá bófarnir grið fram á mitt næsta ár til að hugsa sitt ráð. Þeir þurfa ekki að játa fyrr en öll sund eru lokuð og losna samt við sekt. Þannig afgreiðir Bjarni Benediktsson vini sína og flokksbræður. Samt er féð í skattaskjólunum ekki þar fyrir tilviljun, heldur útspekúlerað til að losna frá sköttum. Þetta fé hefur ekki sætt neinni skattlagningu hér enn sem komið er.