Blásið á útópista

Punktar

Landvættirnir blésu fast á útópista Reykjavíkurborgar í gær. Blésu sjálft þakið af sýningu í Hafnarhúsinu á hugmyndum um lognvært borgarskipulag. Fresta varð sýningu á manngerðri stíflun gatna, hindrunum í vegi sjúkrabíla, allsherjar bílastæðaskorti og hatri á börnum, öryrkjum og öldungum. Þar átti að gæla við hugmyndir um hverfi án bíla, um eina akrein í stað tveggja á Suðurlandsbraut og í Ánanaustum, kaos í bílastæðalausri Skeifu. Sýning útópista átti að heita „Hæg breytileg átt“. En við höfum í þrjá samfellda mánuði kynnzt veðurfari, sem blæs á hugaróra útópistanna. Íslenzki veruleikinn reif þak sýningarinnar í tætlur.