Miðá

Frá Snóksdalspollum í hæl Hvammsfjarðar að Þórólfsstöðum í Miðdölum.

Í Miðá sunnan Harrastaða er Leiðarhólmur. Þar voru haldin þing á fyrri öldum og þar var gerðu höfðingjar Leiðarhólmssamþykkt árið 1506 gegn kirkjuvaldi. Í Nesodda er skeiðvöllur hestamannafélagsins Glaðs í Dölum.

Förum frá Snókdalspollum austur og upp með Miðá úr fjörunni sunnan megin við ósinn. Fylgjum Miðá og förum svo upp með Tunguá, hjá veiðihúsi og áfram upp á reiðveg um Miðdali. Þar heitir Nesoddi milli Erpsstaða og Þórólfsstaða.

9,5 km
Snæfellsnes-Dalir

Nálægir ferlar: Lækjarskógarfjörur, Skógarströnd, Sópandaskarð, Miðdalir, Sanddalur.
Nálægar leiðir: Hallaragata, Prestagötur, Sauðafell.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Glaður, hestamannafélag