Miðdalir

Frá Búðardal að Hamraendum í Miðdölum.

Þetta er tengileið með þjóðvegi. Út frá henni eru ýmsar reiðleiðir um Miðdali og nágrenni, til dæmis suður um Sópandaskarð eða Svínbjúg. Syðsti hluti Dalasýslu skiptist í Haukadal nyrst, síðan Miðdali og loks Hörðudal vestast, næst Skógarströnd.

Förum frá hesthúsahverfi Búðardals suður hesthúsveginn að Laxá og yfir hana og vestur með henni að þjóðvegi 60. Förum suður með þeim vegi vestur fyrir Laxárdalsháls, um Saura og Þorbergsstaði suðaustur að Haukadalsá. Yfir hana á gömlu brúnni austan þeirrar nýju. Síðan áfram suður með þjóðveginum, þangað til við komum að afleggjara að Miðskógi. Þar beygjum við af þjóðvegi 60 til suðurs, förum upp með Miðá og síðan yfir hana að Hamraendum undir Hlíðarhálsi.

15,5 km
Snæfellsnes-Dalir

Nálægir ferlar: Gaflfellsheiði, Lækjarskógarfjörur, Sópandaskarð, Skógarströnd, Sanddalur.
Nálægar leiðir: Miðá.

Skrásetjari: Glaður, hestamannafélag
Heimild: Glaður, hestamannafélag