Selkotsvegur

Frá Skeggjastöðum undir Haukafjöllum um Stíflisdal og Selkot að Skógarhólum í Þingvallasveit.

Einn mest notaði vegur hestamanna nú á tímum. Fyrr á tímum lá leiðin sunnar, frá Miðdal og eftir Kóngsveginum austur Mosfellsheiði í Vilborgarkeldu.

Förum frá Skeggjastöðum austur með Leirvogsá sunnanverðri, framhjá Tröllafossi, yfir ána og í Stardal. Förum þar upp með gripahúsum og á slóð utan í Múla. Á kafla þarf að fara niður að gamla þjóðveginum um Mosfellsheiði og síðan upp með Bugðu áður en komið er að Litla-Sauðafelli. Förum norðan við fellið um Sauðafellsflóa, yfir þjóðveg 48 og áfram til austurs fyrir sunnan og austan Stíflisdalsvatn. Förum frá Stíflisdal austur Kjósarheiði um eyðibýlið Selkot, sem leiðin er kennd við. Austan við Selkot eru eyðibýlin Melkot og Hólkot. Áfram höldum við upp með Kjálká, um Kirkjuflöt og upp með Gljúfri. Síðan eftir Kárastaðaás, hjá Brúsastöðum og beina leið í Skógarhóla.

30,0 km
Reykjavík-Reykjanes, Árnessýsla

Skálar:
Skógarhólar: N64 17.739 W21 04.807.

Nálægir ferlar: Bláskógaheiði.
Nálægar leiðir: Mosfellssveit, Stardalsleið, Svínaskarð, Mosfellsheiði, Illaklif, Maríuhöfn, Kóngsvegur, Leggjabrjótur, Gagnheiði, Eyfirðingavegur, Skógarkot, Lyngdalsheiði.

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH