Nú er komið í ljós, að einn ráðherra er alger fálki. Þjösnast í hverju málinu á fætur öðru í óþökk allra, sem um vita, jafnvel stjórnarsinna. Þannig var um náttúrupassann furðulega, sem nánast allir höfnuðu. Nú er það 700 milljóna gjöf til fyrirtækis í eigu frænda fjármálaráðherra. Hún tók ekki mark á athugasemdum efnahags- og viðskiptanefndar alþingis. Tók ekki mark á alvarlegum athugasemdum ríkisskattstjóra. Gerði meira að segja Jón Gunnarsson forviða og er hann þó ýmsu vanur. Ragnheiður Elín Árnadóttir veður samt áfram um rústir mála sinna. Sýnir ítrekað, að hún veldur ekki embættinu. Vinsamlega losið okkur við fíflið.