Skógaháls

Frá Grágæsadalsleið um Skógaháls við Hálslón á Gæsavatnaleið.

Af slóðinni er stutt að fara að Hafrahvammagljúfri, hrikalegasta gljúfri Íslands. Gljúfrið er 160 metra djúpt og afar þröngt, um tíu kílómetra langt og dýpst við Ytri-Kárahnjúka.

Förum frá Reykjará á Gæsavatnaleið gegnt Múla og höldum suður á Skógaháls og eftir honum endilöngum. Síðan suðvestur Lambafjöll í 780 metra hæð, suður af þeim og suðvestur á Gæsavatnaleið nálægt Háumýrum.

21,9 km
Austfirðir

Jeppafært

Nálægar leiðir: Hvannstóðsfjöll.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort