Fylgislaus Samfylking

Punktar

Ógæfa Samfylkingarinnar byrjaði með aðild að hrunstjórninni. Æ síðan hefur hún ráfað um í leiðslu. Hefur glatað tengslum við almúgann; fólkið, sem þarfnast hærri lágmarkslauna og betri velferðar og heilsugæzlu. Hefur glatað tengslum við stóru efnahagsmálin, fiskikvóta, auðlindarentu og fiskmarkaði. Hefur glatað tengslum við stóra málið, stjórnarskrána. Er mest í einhverju fúski, svo sem þrengingu gatna og bíllausum lífsstíl. Út á þetta hefur fylgið hrunið og engin endurreisn fengizt út á andstöðu við fífl og fól ríkisstjórnar bófaflokkanna. Mestu máli skiptir, að í kallinn í brúnni hjá Samfylkingunni fiskar ekki neitt.