Frá Hveravöllum, eftir jeppaslóð austur og suður fyrir Þjófafell, að Þjófadalaleið.
Þetta er jeppaslóðin, reiðslóðin er aðeins norðar og liggur um Tjarnardali. Þessi leið liggur hins vegar beint ofan á fjallinu Stélbratti.
Byrjum við veðurathugunarstöðina á Hveravöllum. Förum vestur á Stélbratt og síðan niður í Tjarnardali. Þar förum við til suðurs um Sóleyjardal og síðan áfram við austurhlið Þjófafells og suður fyrir fjallið að mynni Þjófadala að sunnanverðu. Þar endar jeppaslóðin og við tekur gamla reiðleiðin niður með Fúlá.
12,3 km
Árnessýsla
Skálar:
Hveravellir : N64 51.960 W19 33.260.
Hveravellir eldri: N64 52.013 W19 33.756.
Jeppafært
Nálægir ferlar: Þjófadalir, Guðlaugstungur.
Nálægar leiðir: Svartárbotnar, Krákur, Kjalfellsleið.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort