Landsfundurinn var endastöð formennsku Árna Páls Árnasonar. Samfylkingarfólk sér, að hann er lík í lestinni. Kemur ekki á óvart. Mér hefur litizt ógæfulega á gaurinn, síðan hann var ráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu. Fannst hann vera of hallur að yfirmönnum bankanna. Kallaði hann „bankavininn bezta“. Árni hafði frumkvæði að svikum við stjórnarskrána nýju og þjóðareign auðlinda. Svo kom í ljós, að Samfylkingin rétti ekki úr kútnum eftir hrakfarir Árna Páls formanns í þingkosningunum 2013. Flokkinn hefur rekið á reiðanum í okkar brýnustu málum. Það eru þjóðarauðlindirnar, stjórnarskráin, sultarlaunin, yfirgangur bankanna.