Róttæk bókstafstrú sumra múslima er til vandræða, einkum undarlega herskáar túlkanir á kóraninum. Heift múslimahatara eru líka til vandræða, eins og til dæmis ofsinn vegna lóðar mosku í Reykjavík. Þetta tvennt er orðið að eins konar vítahring, þar sem hvorar öfgar rækta hinar. Þetta er jarðvegur síversnandi sambúðar innan vestrænna samfélaga. Mikilvægt er að rannsaka, hvort múslimar aðlagist að meðaltali verr en aðrir aðkomumenn á vesturlöndum. Svo sem vegna trúartengdar karlrembu. Og sé svo, hvað valdi því. Mér finnst skorta heimildir um þess háttar atriði og það gerir okkur erfitt fyrir við að meta stöðuna.