Fæstir núverandi flokka eru vísir til að hreinsa til eftir bófana, þegar þeim verður sparkað. Formlega þarf að lögleiða nýju stjórnarskrána, sem þjóðlagaráð samþykkti einróma og þjóðin afgreiddi. Koma ber velferð í fyrra horf og einkum lappa upp á heilsukerfið. Lögfesta þarf lágmarkslaun og minnka stéttaskiptingu. Bjóða út kvótann. Setja reglur um opna stjórnsýslu, pólitík og fjármál, þar með skatta. Skipta út banksterum og setja þar inn fólk með mannasiði. Setja lög, sem hindra dómara í að telja ósiðleg fjármál vera lögleg. Píratar komast næst því að vilja fylgja slíku eftir, hætti þeir að telja skattskrár vera einkamál.