Var að setja á mig lambhúshettuna í hesthúsinu, þegar útvarpið upplýsti, að Ingibjörg Sólrún vildi banna lambhúshettur. Hvað gera hestamenn þá, sagði ég. Svipaður vandi er kveðinn að drápurum lambhúshettusveitar, þegar þeir næst ná geðsjúklingi í herkví. Ætli múslimahatarar komi þá með haglarana til að freta á lambhúshettumenn? Eitthvað nánar verður að skilgreina, hvað við er átt með banni við lambhúshettum. Er ekki nóg að banna búrkur? Ingibjörg Sólrún vill sem betur fer ekki banna slæður, enda eru þær þjóðbúningur, sem íslenzkar konur báru utan dyra fyrir fáum áratugum. Þær voru þá ekki tákn um kúgun kvenna.