Ólæsir þingmenn

Punktar

Alþingi setti nýlega lög um, að þrettán ára börn megi próflaust aka rafknúnum hjólum á umferðargötum á fullum umferðarhraða. Áður máttu þau aðeins aka á gangstéttum og hjólabrautum á 25 km hraða. Þetta er greinilega lífshættuleg breyting. Bendir til, að alþingismenn séu ekki hæfir til starfsins. Þeir lesa að minnsta kosti ekki það, sem þeir samþykkja, enda má efast um læsi sumra þeirra. Þingmenn segir við börnin: Gerið svo vel, farið út í umferðina og djöflist þar eins og ykkur lystir. Tími er kominn til að setja mörk um lágmarksgreind alþingismanna, svo alvarlegt er ástandið orðið þar á bæ.