BB vann – SDG tapaði

Punktar

Bjarni Benediktsson hafði betur í stjórninni. Gjaldþrotaleið Sigmundar Davíðs var hafnað. Hvorki voru dregnar fram kylfur né haglarinn hlaðinn. Farin leiðin, sem Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn vildi, svo og allir flokkarnir, nema Framsókn. Ríkisstjórnin féllst á tillögur slitastjórna bankanna um, að þeir skildu eftir krónueignir, en færu út með gjaldeyrinn. Stöðugleikaskatturinn kemur ekki til framkvæmda, það er fyrirfram ákveðið. Að minnast á hann núna gegnir bara því hlutverki að friða skrumarann SDG. Taka mun sex ár að afnema höftin. Krónan er svo áfram ónýt og til vandræða. Það er dýrt að hafa heimtatilbúin trúarbrögð.