Búið er að ná pólitískri sátt um meðferð snjóhengjunnar. Peningana á að nota til að greiða niður hinar tröllslegu ríkisskuldir. Framsókn tapaði og aðrir flokkar sigruðu. Framsókn hefur í seinni tíð eingöngu lifað á skrumi. Hún mun í næstu kosningum setja fram stjarnfræðileg kosningaloforð um aðra notkun á fénu. Ég þori að veðja, að stórkarlalegasti lýðskrumari Íslandssögunnar er nú þegar að undirbúa nýjar sjónhverfingar og ný Undralönd. Lýðskrum hefur hingað til runnið ljúflega niður í 20% Íslendinga. Vonandi er þjóðin betur undir það búin að meðhöndla lýðskrumið af meiri varúð en hún var í síðustu alþingiskosningum.