Dýr verður Sigmundur allur

Punktar

Dýrt er fyrir þjóðina að hafa SDG í ríkisstjórn, þótt hann tapi í hverju málinu á fætur öðru. Brot af sértækri góðvild hans í garð hagsmuna 400 fermetra íbúða kostaði ríkið 80 milljarða. 3-1 þar fyrir BB, sem þumbaðist á móti. SDG tapaði svo aftur í snjóhengjunni. 4-0 fyrir BB, er vildi semja við þá, sem SDG vildi lemja með kylfu. En hálft annað ár tók að þrúkka um það. Sú töf á afnámi hafta kostaði þjóðina 120 milljarða króna að mati Viðskiptaráðs. Alls kostaði SDG þjóðina 200 milljarða í þessum tveimur málum. Það er rosalegur baggi, sem nær langleiðina í tjónið af völdum Davíðs, þegar hann kollsigldi Seðlabankanum.