Innviðir áfram í rúst

Punktar

Þegar skuldir ríkisins lækka í kjölfar nauðarsamninga föllnu bankanna, sparast mikið í vöxtum. Ríkisstjórnin hyggst ekki nota þann sparnað til að lappa upp á laskaða innviði samfélagsins. Bjarni Benediktsson nefndi hvorki heilsugæzlu né lágmarkslaun í Mogganum í gær. Forgangsmálið verður hins vegar að lækka skatta og að venju einkum skatta hinna allra ríkustu. Við þekkjum lækkun auðlindarentu og afnám auðlegðarskatts, svo og tilfærslur á skattþrepum, allt í þágu hinna ríkustu. Ríkisstjórnin telur sig ekki hafa hamast nóg í að draga úr velferð þjóðarinnar. Hefur enn tvö ár til að sprengja í rústum innviða samfélagsins.