Árum saman reyndi evruhópurinn ekki að gera grísku skuldirnar sjálfbærar. Er þó lykill að lausn málsins. Í staðinn voru bankavinirnir uppteknir við að tryggja hag bankstera. Ábyrgð lána var flutt af þeim yfir á evrópska skattgreiðendur. Þá hörðnuðu kröfur evruhópsins um rústun innviða Grikklands. Samt mátti ljóst vera, að sala ríkiseigna, hærri eftirlaunaaldur og lægra kaup mundu ekki gera skuldirnar sjálfbærar. Árum saman hafa undirmálsmenn þrúkkað um þætti, sem koma að litlu gagni. Angela Merkel og aðrir leiðtogar evruhópsins höguðu sér eins og vitfirringar á fundinum í Bruxelles um síðustu helgi. Því verr gefast heimskra manna ráð, sem fleiri koma saman.