Vilji menn halda Íslandi í byggð, þarf unga fólkið að vilja búa hér. Rannsókn sýnir, að svo er ekki. Helmingur unga fólksins vill flýja. Enska er orðin sumum tamari en íslenzka. Tilgangslaust er að stunda hér þjóðrembu að hætti Sigmundar Davíðs. Unga fólkið óttast einmitt þá vitfirrtu tillögu framsóknar að reisa hér áburðarverksmiðju til hagsbóta fyrir unga fólkið. Hér þarf atvinnutækifæri í öllu öðru en frumframleiðslu. Hér þarf há laun í samanburði við útlönd. Einkum þarf fólk að komast í traust húsnæði án þrældóms. Þvert gegn öllu þessu ofsækja stjórnmálabófar unga fólkið. Stefna að alræði fárra yfir þrælum á sultarkjörum.