Bankaráð Landsbankans ber ábyrgð á Steinþóri Pálssyni bankastjóra. Ráðið skipa Tryggvi Pálsson, Danielle Pamela Neben, Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, Helga Björk Eiríksdóttir, Jóhann Hjartarson, Jón Sigurðsson og Kristján Þ. Davíðsson. Geti þau ekki rekið hann, þarf að skipta um bankaráð. Bankasýsla ríkisins skipaði þetta lið til að passa bankann. Nú er sú stofnun í dauðateygjunum. Í skipuriti hennar segir: „Stjórn Bankasýslu ríkisins skipa þau …“ og síðan kemur eyða. Stjórn Bankasýslunnar er semsagt flúin af hólmi. Bjarni Benediktsson tekur svo við um áramót. Því er enginn á vaktinni til að reka bankastjóra og bankaráð.