Við höfum fordæmi einkavæðingar heilbrigðismála í Bandaríkjunum. Eru tvöfalt dýrari en í Norður-Evrópu og þjóna aðeins helmingi þjóðarinnar, þeim sem betur standa. Sem sagt fjórum sinnum óhagkvæmari. Hægri ríkisstjórnir í Svíþjóð hafa fikrað sig í sömu átt. Og niðurstöðurnar eru þegar komnar í hús. Einkavæðing heilbrigðismála eykur kostnað og minnkar þjónustu. Þetta gátu Svíar raunar sagt sér áður, með því að skoða Bandaríkin. En þeir þurftu samt að prófa. Minnir á Íslendinga. Ásdís Halla hefur líka fengið að prófa hér, með hörmulegum árangri. Sjúkrahótel hennar urðu minnisvarði um græðgi, sóðaskap og skort á þjónustu.