Stabíl pólitík

Punktar

Skoðanakannanir sýna stjórnmálin í föstum skorðum allt þetta ár. Flokkarnir hafa fundið sinn sess. Píratar hafa þriðjung, Sjálfstæðis fjórðung og restin hefur tíund hver. Píratar mynda næstu stjórn með tveimur öðrum flokkum. Líklega með Samfylkingu og Vinstri grænum, ef ofstæki núverandi stjórnar linnir ekki. Samfylkingin og Vinstri græn þurfa að sætta sig við, að vera minni máttar, með samanlagt minna fylgi en Píratar einir. Svona verður það stabíl og góð pólitík. Unnt verður að vona, að nýja stjórnarskráin taki gildi; ríkisbáknið verði gert gegnsærra, sömuleiðis bankaheimurinn; auðgreifum verði settar þrengri skorður.