Burren
R480 liggur áfram upp á Burren, nakið, vatnslaust og gróðurlítið, 260 ferkílómetra kalksteinshálendi, sem er verið að gera að þjóðgarði.
Við veginn, einkum vinstra megin, er töluvert af steinaldargröfum, eins konar Grettistökum, frá 4000-2000 fyrir Krist. Voldugar steinhellur hafa verið reistar upp á rönd og enn þyngri hellur lagðar yfir sem þak.
Leamaneh
Við förum áfram R480 og beygjum til hægri inn á R476.
Á vegamótunum gnæfir mikilúðleg rúst Leamaneh Castle, fjögurra hæða hallar með stórum gluggum frá 17. öld, áföst eldri hústurni með litlum gluggum frá 15. öld. 88 þrep eru upp.
Næstu skref