13. Verona – Palazzo di Cangrande

Borgarrölt
Loggia dei Consilione & Palazzo di Cangrande, Verona

Loggia dei Consilione & Palazzo di Cangrande

Loggia del Consiglio

Við förum aftur úr portinu og skoðum höllina Loggia del Consiglio við norðurenda torgsins.

Fögur tengihöll frá 1493 í feneyskum endurreisnarstíl með háum og grönnum súlnasvölum við torgið og veggfreskum yfir svölunum. Á þakskeggi eru styttur af rómverskum frægðarmönnum, sem voru fæddir í Verona, svo sem Catullusi skáldi, Pliniusi náttúruvísindamanni og Vitruviusi byggingameistara.

Palazzo di Cangrande

Hornrétt á tengihöllina er önnur höll, Palazzo di Cangrande.

Höllin er kennd við Cangrande I, þekktasta hertoga Scaligeri-ættarinnar, sem stjórnaði borginni 1263-1387. Hún er núna lögreglustöð.

Næstu skref