Við förum með suðurhlið hallarinnar nokkra metra að litlu torgi með miklum minnisvörðum.
Hér eru steinkistur Scaligeri-hertoganna hátt á stalli undir berum himni í tilkomumiklum 14. aldar turnum í gotneskum stíl með oddhvössum spírum framan við framhlið Palazzo di Cangrande. Þess háttar greftrun er einsdæmi í miðaldasögu Ítalíu.
Scaligeri-hertogarnir höfðu svo mikið sjálfsálit, að þeir vildu hvíla nær guði en aðrir höfðingjar, sem yfirleitt hvíla í kirkjuhvelfingum.
Að baki kistuturnanna er lítil, rómönsk kirkja frá 7. öld, Santa Maria Antica. Hún var ættarkirkja Scaligeri-hertoganna. Kistuturn Cangrande I er beint fyrir framan kirkjudyrnar.