Eins og annars staðar hefur stríðsstefna Bandaríkjanna hrunið í Sýrlandi. Þar mögnuðu Bandaríkin upp stríð gegn Assad forseta. Meðal annars studdu þau hernað Íslamska ríkisins. Lentu svo í tómu tjóni, þegar Íslamska ríkinu gekk betur í stríðinu en öðrum uppreisnarmönnum. Náði á sitt vald miklu landi í Sýrlandi. Raunar líka í Írak, þar sem bandarískur hernaður hafði klúðrast svo hastarlega, að ástandið er verra en í Afganistan. Nú eru Bandaríkin í senn í stríði við stjórn Sýrlands og langöflugasta væng uppreisnarmanna. Sýrland er í rúst eins og Írak eins og Afganistan. Bandaríkin eiga að hætta að reka stríð í útlandinu.