Stefna bófaflokkanna er sú, sem var í tízku á Vesturlöndum kringum aldamótin. Sem leiddi til bankakreppu og hér til bankahruns. Leyfði bönkum að leika lausum hala. Ýtti af stað kapphlaupi láglaunafólks niður á þriðja heims botn, kölluð brauðmolastefna. Þrýsti á einkavæðingu, sem hér lýsti sér í einkavinavæðingu. Skar velferð niður við trog og stefndi ótrauð að þrælahaldi launafólks. Þetta var ósjálfbær stefna, sem hlaut að leiða til kreppu og enda með ósköpum. Rekin enn af fjölþjóðastofnunum, en beið skipbrot í Grikklandskrísum. Í Bandaríkjunum og Bretlandi rís núna öflug alda gegn þessari dauðans grimmu græðgistefnu.