7. Íslendingaslóðir – Thorvaldsen museum

Borgarrölt
Thorvaldsen Museum, København

Thorvaldsen Museum

Við göngum síkisbakkann eftir Vindubrúargötu og komum að höllinni, sem Danir reistu pörupilti og tossa þeim, sem áður er getið. Þar sjáum við mikið af listaverkum Bertels Thorvaldsen, en ekkert minnir á Ísland í hinum gestasnauðu og grafardauðu sölum. Við höldum svo úr Thorvaldsensafni yfir Hábrú út af Hallarhólma.

Latínuhverfið

Veðlánastofnunin, København

Frændi

Gömluströnd göngum við til baka eftir síkisbakkanum og stefnum á Frænda við enda götunnar. Við förum að baki hans inn í Snaragötu. Frændi var veðlánastofa, sem Íslendingar skiptu mikið við, þegar þeir voru blankir og biðu eftir peningum að heiman, sem virðist hafa verið nokkru tíðara en nú, enda plastkort ekki komnir til sögunnar. Stofnun þessi er nú aflögð og húsið er sjálft menntaráðuneyti Danmerkur.

Við höldum áfram fyrri gönguleið eftir Magstræde, Ráðhússtræti, Nýjatorgi, Nýjugötu og Vimmelskafti, þar sem við förum bak við Heilagsandakirkju og finnum þar í skoti milli kirkju og klausturs legstein Gísla Þórðarsonar, er var rektor Hólavallaskóla 1786-1804, einn stórkarlalegasti slarkari Íslandssögunnar

Næstu skref