Stöðvum undirboðin

Punktar

Þegar fólk er ráðið til starfa á lægri kjörum en lög og samningar ákveða, er verið að lækka botninn í samfélaginu. Fyrirtæki geta með þeim hætti ýtt hinum til hliðar, sem fara eftir lögum og samningum. Lífskjörum heilla atvinnugreina er þannig ýtt niður. Heimskir hagfræðingar telja þetta prýðilega hagræðingu. Í raun er verið að rýra kjörin í greininni og minnka límið í samfélaginu. Þetta gerist einkum í byggingum og ferðaþjónustu. Allt of lítið er gert til að stöðva þetta, enda eru stjórnvöld hlynnt undirboðum á fátæklingamarkaði. Við þurfum að skipta um kúrs og loka fyrirtækjum, sem grafa á þennan hátt undan samfélaginu.