9. Menning – MMoA

Borgarrölt
Dendur-temple in Metropolitan Museum, New York

Dendur-musteri í Metropolitan Museum

Metropolitan Museum of Art

Eitt af allra stærstu söfnum heims er Metropolitan Museum of Art í austurhlið Central Park. Það á rúmlega þrjár milljónir sýningargripa. Nauðsynlegt er að skoða það eftir fyrirfram ákveðnu skipulagi. Þeir, sem ætla að skoða það allt, eiga á hættu að ruglast í ríminu á rölti um endalausa röð sýningarsala.

Venjulega er boðið upp á gagnmerkar sýningar tímabundnar. Þegar við vorum þar síðast, var verið að loka sýningu um upphaf nútímalistar í Sovétríkjunum og opna sýningu á fornum listmunum Landsins helga.

Metropolitan er listasafn, nytjalistasafn og fornminjasafn. Einna athyglisverðasti hlutinn er egypzka fornminjadeildin, þar sem meðal annars hefur verið endurreist musterið í Dendur. En líklega er vikuverk að skoða allt.

Næstu skref

Metropolitan Museum, New York