10. Menning – önnur söfn

Borgarrölt

Frick Collection

Frick Collection, New York

Frick Collection

 

Við 5th Avenue, þar sem hún liggur meðfram Central Park, eru fleiri kunn söfn en Guggenheim og Metropolitan. Frick Collection er mjög vinsælt safn, því að það er í heimilislegum stíl. Þar hanga listaverk eldri tíma fyrir ofan virðuleg húsgögn í gömlu höfðingjasetri.

 

Cooper-Hewitt Museum

Cooper-Hewitt Museum, New York

Cooper-Hewitt Museum

Rétt hjá Guggenheim-safninu er nytjalistasafnið Cooper-Hewitt, meðal annars með teikningum eftir Rembrandt og Dürer.

 

 

 

 

Whitney Museum

Whitney Museum, New York

Whitney Museum

Helzta safn bandarískrar listar er á svipuðum slóðum, þótt það sé ekki við 5th Avenue sjálfa. Það er Whitney Museum of American Art, mikið listaverk út fyrir sig, hannað af Marcel Breuer og Hamilton Smith og minnir dálítið á miðaldakastala, þótt það sé í rauninni nýtízkulegt.

Skemmtilegastur er höggmyndagarðurinn að húsabaki. Þar og í glersal kjallarans eru samtals um 50 verk eftir Alexander Calder. Safnið hefur löngum verið umdeilt, því að stjórnendur þess hafa oft tekið mikla áhættu í kaupum á listaverkum. Það er eitt hið athyglisverðasta í borginni.

Næstu skref