Hugverkaþjófnaður

Punktar

Margir hafa þá eðlilegu skoðun, að þjófnaður sé þjófnaður, þótt stafrænn sé. Skipta ekki um skoðun, þótt stafræn öld sé sögð vera ósnertanlegt himnaríki. Fólk telur þjófa vera þjófa, þótt þjófar segist vera margir saman og ekki finna til sektar. Er vandi pírata, þegar þeir útskýra skoðun sína á hugverkarétti. Ekki dugir að segja vandann vera eigenda réttar, en ekki notenda. Menn kaupa stafrænar bækur, en stela ekki. Rafbók kostar þó 10$. Hingað til hefur pírötum ekki tekizt að sækja málið skiljanlega. Mun koma þeim í koll, þegar kemur að alvörunni í kosningum. Ekki er seinna vænna að leysa vandann en einmitt núna.