Banksterar ganga lausir

Punktar

Mestu mistök fyrri stjórnar voru að sleppa tökum á nýju bönkunum og leyfa þeim að leika lausum hala. Ráðnir voru nákvæmlega eins banksterar og þeir, sem settu gömlu bankana lóðbeint á hausinn í kreppunni. Banksterarnir réðu sér við hlið sams konar siðleysingja og gömlu banksterarnir. Eftirlitið var í skötulíki hjá Bankasýslu og Fjármálaeftirliti. Þyngsta ábyrgð báru Steingrímur og Árni Páll bankaráðherrar. Sá síðari leitaði jafnvel ráða hjá banksterum. Bófastjórnin fremur nú sama dauðadansinn. Lætur allt reka á reiðanum, leyfir banksterum að byggja upp skrímsli, er mergsjúga landið. Sjáið sölu Arion á hlutafé í Símanum.