Eygló Harðardóttir velferðarráðherra segir Ísland hafa heimsins öflugustu velferð. Endurómar tungutak Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem segir heimsmetin falla hvert af öðru. Samt lengjast biðlistar ört eftir læknisaðgerðum. Samt borga sjúklingar sífellt stærri hluta af sjúkrahjálp og lyfjum, sem eru ókeypis hjá nágrönnum. Samt geta öryrkjar og láglaunafólk hvorki keypt né leigt sér íbúð. Staðreyndir stinga í stúf við ofskynjanir Eyglóar og Sigmundar Davíðs. Einnig er einstætt hér, að bófarnir tala tóma óra í fjölmiðlum, án þess að fréttamenn vísi í staðreyndir. Lítil furða, að firrtir kjósendur velji firrta fulltrúa.