Þrjúhundruð úr takt

Punktar

Þrjúhundruð löggur gengu fylktu liði í morgun í kröfugöngu vegna lágra launa. Auðvitað ekki í takt, það kann enginn Íslendingur. Sumir voru jafnvel feitari en ég og allir í þessum ömurlegu pokaklæðum, sem minna á þurfalinga. Væri ég lögga, mundi ég vilja setja almennilega reffilegan búning efst á kröfulistann. Eins og löggurnar í mínu ungdæmi, svona eins og Sæmi rokk, höfðingjabragurinn lýsti af þeim. En 300 löggur, hvað gera þær á venjulegum dögum, þegar ekki eru kröfugöngur? Eru þær geymdar inni í skáp til brúks í neyð? Þegar passa þarf, að skríllinn geri ekki aðsúg að landsfeðrunum við alþingishúsið eða stjórnarráðið?