Paðreimurinn
Við norðvesturhlið Bláu moskunnar er Hippodrome, paðreimur grísku keisaranna.
Þar var háð var hin fræga kerruhestakeppni bláa, græna, rauða og hvíta liðsins. U-laga skeiðvöllurinn er 450 metra langur og rúmaði 100.000 áhorfendur. Hjarta borgarlífsins á grískum tíma, vettvangur blóðugra átaka fylgismanna keppnisliðanna. Hér brutust árið 532 út Nika-óeirðirnar, sem urðu 30.000 manns að bana.
Fátt stendur eftir af fornri frægð, nema lögun svæðisins, sem nú er göngutorg borgarbúa á frídögum. Á miðjum velli standa enn egypzki einsteinungurinn, steinhlaðinn turn og bronz-spírall. Svo og þýzki brunnurinn í norðurenda vallarins.