Lásu bréf greifans

Punktar

Feneyjaborg var sjálfstætt ríki í ellefuhundruð ár og raunar heimsveldi mikinn hluta tímans. Stóð í sjóorrustum við Tyrki öldum saman. Hafði oft betur, þrátt fyrir fámenni. Stóð líka uppi í hárinu á páfanum í Róm. Leiðtoginn var kallaður Doge eða greifi. Fékk að búa í heimsins fegurstu höll, en stjórnskipanin snerist mest um að takmarka völd hans og halda honum í skefjum. Öldungaráðið hafði fulltrúa á öllum fundum greifans og las öll bréfaskipti hans. Aðeins einu sinni reyndi greifi að sölsa undir sig öll völd, var þá snarlega hálshöggvinn. Kosning greifa var flókin blanda hlutkestisvalds og meirihlutavalds, sem hindraði spillingu. Sitthvað má læra af Feneyingum.