Hugsanlega þurfa Íslendingar ekki ríkisútvarp, þótt aðrar þjóðir Vestur-Evrópu telji sig þurfa ríkisútvarp. Hugsanlega má ekki reka það með tapi, þótt aðrar þjóðir Vestur-Evrópu telji sig mega það. Hugsanlega er hægt að nota áróður, sem einn teboðskarl semur fyrir annan teboðskarl sem eins konar vísindi teboðsins. En þannig standa mál, að einkarekstur fjölmiðla er með allt niðrum sig. Reynir að afskaffa rannsóknablaðamennsku og losa sig við reynslubolta. Er meira eða minna kominn í hendur valdafíkinna sérhagsmuna. Við slíkar aðstæður skulum við laga Ríkisútvarpið, en fresta því um óákveðinn tíma að gæla við óra teboðsins.