Sjúkraskýli í hernaði

Punktar

Landspítalinn er rekinn eins og sjúkraskýli í hernaði, frá einu neyðartilfelli til annars. Biðlistar lengjast og fólk deyr á biðlistum. Tækni er í ólestri og fólk deyr vegna mistaka í geymslu og flutningi sjúkraskráningar. Afleiðing af markvissri stefnu stjórnvalda að fjársvelta spítalann og rústa honum til að auðvelda einkavinavæðingu sjúkdóma. Yfirstjórn spítalans tekur þátt í þessum bófahasar með því að snapa fæting við starfsfólk, allt frá geislafræðingum yfir til ljósmæðra. Þegar óttastjórnun fer ofan í óhóflegt vinnuálag, verður andinn önugur á spítalanum. Hlutverk Páls Matthíassonar er að segja: Nú er nóg komið.