Alltaf að spöglera

Punktar

Helgi Hrafn Gunnarsson þingpírati minnir á Ögmund Jónasson. Alltaf að spöglera  og komast að sérstæðum og einkum þó flóknum niðurstöðum. Vill fremur þrengja tekjubil að neðan en að ofan. OK. Orðar það þannig, að Viðskiptablaðið fagnar ótæpilega og segir: „að það sé ekki réttlætismál að jafna tekjur milli fólks“. Ha? Helgi þarf svo að hlaupa á píratavefinn til að útskýra í jafnflóknu máli, hvað hann eigi við. Vona, að hann verði ekki eins ráðherra og Ögmundur, alltaf með flóknar skoðanir, ætíð sérvitur upp á kant við félagana. Sem ráðherra átti Ögmundur þátt í að drepa stjórnina. Alltaf að spöglera og alltaf sérvitrastur.

Viðskiptablaðið