Samkeppnin er ímynduð

Punktar

Í umhverfi Ríkisútvarpsins er ekki neinn frjáls markaður á grundvelli hugmynda úr bókum trúarbragða Mammons. Einkarekin fjölmiðlun er rekin með tapi. Með eignarhaldinu eru viðskiptahópar að afla sér velvildar. Þeir vilja láta hana leiða til betri efnahags á öðrum sviðum rekstrar, til dæmis í fiskveiðum. Eru að efla aðstöðu sína undir pilsfaldi ríkisins. Með ríkisútvarpi er ekki verið að trufla „töff og æðisleg“ markaðslögmál, þau eru ímynduð, alls ekki til. Með ríkisútvarpi verið að gefa fólki kost á upplýsingum og menningu, sem ekki býðst hjá einkarekstrinum. Annað mál er svo, hvernig ríkisútvarpið stendur sig í því.