Dauðaþögn og pirringur

Punktar

Er Kjell Stefan Löfven sagði Svía hafa verið einfeldninga í innflytjendamálum, var það áfall fyrir fjölmenningarsinna. Sjálfur forsætisráðherra kratanna hafði fórnað höndum og játað vangetu fjölmenningar. Á sama tíma er fólk að fatta, að upplýsingar um aðlögun múslima hafa einkennst af þöggun. Glæpir þeirra eru til dæmis faldir undir öðrum liðum í bókhaldinu. Vandinn er töluvert meiri en talið var. Hér tóku sumir Löfven með háværri dauðaþögn og aðrir með pirringi. Ljóst má vera, að Svíþjóð fetar eftir Danmörku, Noregi & Finnlandi frá fyrri stefnu. Raunsærri stefna tekur við af hjartahreinni einfeldni. En of seint, því miður.