Engar miðaldir hingað

Punktar

Þegar flóttamenn fara að koma hingað, vænti ég, að menningarheimur okkar verði rækilega útskýrður fyrir þeim. Að hér sé alls ekki rekin fjölmenningarstefna að hætti Svía. Þvert á móti sé staðið fast á veraldlegum grunngildum vesturlanda, mannréttindum og tjáningarfrelsi. Munum ekki stíga eitt skref afturábak í átt til miðalda til að þóknast nýbúum. Sharia og önnur verkleg guðslög verði talin stjórnarskrárbrot, þar með talið verklegt feðra- og karlaveldi. Hér verður ekki ríki í ríkinu að hætti Svía. Við munum læra af biturri reynslu þeirra og skrúfa strax fyrir vandræðin. Aðeins meðtaka jákvæðar hliðar af innflutningi nýbúa.