Nýtt hræðslubandalag

Punktar

Róbert Marshall er orðinn úrkula vonar um að halda sinni þægilegu innivinnu á alþingi fyrir hönd Bjartrar fortíðar. Vill sameiginlegt framboð „umbótaafla“ undir forustu Katrínar Jakobsdóttur. Katrín á með hjálp Árna Páls að fleyta Róbert inn á þing í næstu kosningum. Þar fyrir utan er liðsbónin ákall um, að helztu taparar stjórnmálanna sameinist í nýju hræðslubandalagi. „Góða fólkið“ í flokkunum þremur hefur saman styrk á við „vonda fólkið“ í Sjálfstæðisflokknum. Píratar geta þá valið, hvort þeir kippa góða eða vonda fólkinu uppí til sín í nýrri stjórn. Róbert á því enn nokkra von um þægilega innivinnu næstu árin.