Setja þarf reglur um lengd umræðna á alþingi. Málþóf eins og hafa verið á þessu kjörtímabili og því síðasta fara út fyrir mörk lýðræðis. Þegar næst verða sett lög um þingsköp, þarf að takmarka lengd málþófs í hverri umræðu. Þó þannig að tími fáist til að ræða málin til fulls. Mér sýnist, að 30 klukkustundir eigi að nægja til að fullræða flóknustu mál. Framlengja mætti, þegar þingnefndir breyta frumvörpum að ráði, svo sem fjárlagafrumvarpi. Þá mætti fara í 50 stundir alls, en ekki hærra. Meirihluti á þingi er meirihluti í þingræðisríki, burtséð frá fylgi flokka í könnunum. Það er langvinnt spaug að hafa fávita í kjörklefum.