Hækkun í hafi á afurðum sjávarútvegs og stóriðju flytur tugmilljarða á ári úr þjóðhagstölum. Þjóðartekjur á mann mælast níundu beztu í heimi (IMF), en væru mun hærri, ef allar tekjur mundu vera í húsi. Síðan gerist það, að þróunarstig Íslands er of lágt. Ekki níunda bezt í heimi, heldur sextánda bezt, einkum vegna of lágra launa (UN). Þótt þjóðin sé fámenn, er ríkið ódýrt á mann, í miðjum hópi Vestur-Evrópuríkja (OECD). Ríkisrekstur er hér skilvirkari en einkarekstur (WEF). Væri innheimt full auðlindarenta, mundi ríkið geta rekið norræna velferð án hærri skatta. Vandræði okkar stafa af vondri pólitík í eigu grimmra sérhagsmuna.