Ríkið á og rekur Menntaskólann í Reykjavík, sem er með massíf framkvæmdaplön. MR fékk tregt leyfi þeirrar deildar forsætisráðuneytis, sem heitir Minjavernd. Má hennar vegna skófla Casa Christi KFUM upp í Árbæ til að rýma fyrir steypu. Reykjavíkurborg bað húsinu griða, en án árangurs. Því er allt raskið bak við MR komið á skipulag og framkvæmdastig. Framkvæmd málsins á öllum sviðum er á vegum ríkisins. Samt tekur ráðherra Minjaverndar upp á því að skammast úti í borgina fyrir þá ósvinnu að raska grónu umhverfi. Styttra væri fyrir Sigmund að tala við sig og sína menn en að arka keldur. En hann er ekki eins og fólk er flest.