Pandóruboxið opnað

Punktar

Þegar Björn Valur Gíslason hrósar pírötum fyrir að draga í land í stjórnarskrá, er hætta á ferðum. Björn var einn höfuðpauranna í samsærinu gegn stjórnarskrá fólksins í lok síðasta kjörtímabils. Þá var lætt inn nýtingarrétti kvótagreifa í fjölda ára. Nú verður aftur reynt að díla niður stjórnarskrá fólksins kringum kosningarnar. Vinstri grænir og Samfylkingin fallast ekki fyrirfram á óbreytta stjórnarskrá fólksins. Ekki þarf að spyrja að viðhorfum bófaflokkanna tveggja. Sjálfstæðismenn segja vænlegt að horfa til samstarfs við pírata í öðrum málum. Píratar hafa opnað sjálft Pandóruboxið, sem hleypir út illskunni og græðginni.