Fólk eða peningavald

Punktar

Uppkast pírata að efnahagsstefnu birtir slagorð: „Frelsi einstaklinga“, „Frjáls samkeppni“ og „Einstaklingar eiga að geta ákveðið hvert hluti af skattfé, sem þeir greiða, rennur.“ Kunnugleg hægri slagsíða: Peningavald æðra fólki. Þegar ég hugsa um frelsi, sé ég fyrir mér frelsi hins smáa frá oki hins sterka. Sem í dag eru fyrirtæki fremur en ríkisvald. Frelsi til mannsæmandi lífs, þrátt fyrir aðvífandi skell; örorku, sjúkdóma, tjón. Frelsi til að læra það, sem hugur minn girnist, án tillits til fjárhags. Frelsi peningavalds í afgang, ekki í forgang. Því lízt mér illa á drögin. Betra væri: Frelsi fólks umfram frelsi peningavalds.